26.07.2010 20:40

Eigendaskipti þriggja báta

Fyrirtækið Grímsnes ehf., í Grindavík hefur selt kvikmyndafyrirtækinu sem er að fara að framleiða kvikmyndina um Helliseyjarslysið við Vestmannaeyjar bátinn Reyni GK 355.
Jafnframt hefur Grímnes ehf., keypt allt hlutaféð í Fiskivon ehf., á Patreksfirði sem á Þorstein BA 1 og er það fyrirtæki nú einnig skráð útgerðaraðili að Sægrími GK 525, sem fram að þessu hefur verið í eigu Grímsness ehf.