26.07.2010 15:15

Ein stærsta ofursnekkja heims á leið til Reykjavíkur

Af visi.is:

Vísir, 26. júl. 2010 11:08

Octopus, ein stærsta ofursnekkja heims siglir til Reykjavíkur

Octopus, ein stærsta ofursnekkja heims siglir til Reykjavíkur

Glæsisnekkjan Octopus, eða Kolkrabbinn er lögð af stað áleiðis til Íslands og er væntanleg til Reykjavíkur á föstudag.

Octopus er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða.

Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. Eigandi skipsins er Poul Allen, annar stofnanda Micrsoft. Ekki liggur enn fyrir hvað leiðangursmenn ætla að skoða í háloftunum, á legi og í djúpinu, þegar hingað kemur.