26.07.2010 09:05
Tveir bátar sukku í Reykjavikurhöfn - en hvaða bátar?
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn um helgina, annar í smábátahöfninni skammt frá tónlistarhúsinu, en hinn stutt frá Kaffivagninum. Þeim verður náð upp í dag. Að sögn hafnarvarðar eru þetta trébátar sem ekki hafa verið notaðir um talsverðan tíma. Þeir eru ekki með haffærisskírteini. Annar báturinn er um 60 tonn en hinn 25-30 tonn. Búið var að fjarlægja olíu úr bátunum og því ekki talið að nein mengun hafi orðið. Varnargirðing var þó sett í kringum bátinn sem sökk við Kaffivagninn til öryggis. Talið er að sjór hafi seytlað inn í bátana þar sem þeim hefur ekkert verið sinnt í langan tíma og þeir á endanum sokkið.
Í ljós er komið að þetta voru bátarnir 357, Ver RE 112 og 472. Gæskur RE 91.
