26.07.2010 08:27

Duglegir ljósmyndarar

Áður ég birti næstu mynd finnst mér rétt að árétta það að síðan stendur í þakkarskuld við þá menn sem hafa verið að senda myndir víða af landinu. Tveir menn hafa nú á tveimur vikum sent mér glænýjar myndir úr ferðum þeirra víða um land, þetta eru þeir Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað, sem heimsótti Siglufjörð, Hofsós, Hvammstanga og Hafnarfjörð og Þorgrímur Ómar Tavsen í Njarðvík sem sent hefur myndir frá Rifshöfn, Grundarfirði, Búðadal, Hólmavík, Skógarströnd, Súðavík og Ísafirði.
Nú um helgina komu þeir báðir við sögu og í dag mun ég birta myndir frá þeim báðurm, en Bjarni sendi myndir frá Hvammstanga, Hafnarfirði og úr heimsókn á Sjóminjasafnið á Siglufirði. Frá Þorgrími Ómari birtast myndir sem ég hef skannað frá honum og munu þær birtast eftir miðnætti í nótt og kannski eitthvað fyrr.

Sendi ég þessum mönnum og öllum öðrum heiðursmönnum sem hafa sent mér myndir að undanförnu kærar þakkir.