26.07.2010 08:27
Duglegir ljósmyndarar
Áður ég birti næstu mynd finnst mér rétt að árétta það að síðan stendur í þakkarskuld við þá menn sem hafa verið að senda myndir víða af landinu. Tveir menn hafa nú á tveimur vikum sent mér glænýjar myndir úr ferðum þeirra víða um land, þetta eru þeir Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað, sem heimsótti Siglufjörð, Hofsós, Hvammstanga og Hafnarfjörð og Þorgrímur Ómar Tavsen í Njarðvík sem sent hefur myndir frá Rifshöfn, Grundarfirði, Búðadal, Hólmavík, Skógarströnd, Súðavík og Ísafirði.
Nú um helgina komu þeir báðir við sögu og í dag mun ég birta myndir frá þeim báðurm, en Bjarni sendi myndir frá Hvammstanga, Hafnarfirði og úr heimsókn á Sjóminjasafnið á Siglufirði. Frá Þorgrími Ómari birtast myndir sem ég hef skannað frá honum og munu þær birtast eftir miðnætti í nótt og kannski eitthvað fyrr.
Sendi ég þessum mönnum og öllum öðrum heiðursmönnum sem hafa sent mér myndir að undanförnu kærar þakkir.
Nú um helgina komu þeir báðir við sögu og í dag mun ég birta myndir frá þeim báðurm, en Bjarni sendi myndir frá Hvammstanga, Hafnarfirði og úr heimsókn á Sjóminjasafnið á Siglufirði. Frá Þorgrími Ómari birtast myndir sem ég hef skannað frá honum og munu þær birtast eftir miðnætti í nótt og kannski eitthvað fyrr.
Sendi ég þessum mönnum og öllum öðrum heiðursmönnum sem hafa sent mér myndir að undanförnu kærar þakkir.
Skrifað af Emil Páli
