23.07.2010 19:48

Myndaveisla framundan

Ljóst er að ekki verður skortur á nýjum myndum þessa helgi frekar en að undanförnu. En í dag bárust alls um 40 myndir og að auki mikið magn af óskönnuðum myndum sem bíða eitthvað. Þessar 40 myndir eru teknar á Hofsósi, Siglufirði, Hafnarfirði, Njarðvík og Keflavík og eru sumar teknar í dag, en aðrar fyrir um viku og koma þrír ljósmyndarar þar að, en þeir eru auk mín, þeir Bjarni Guðmundsson og Jón Sindri Sigurðsson og þessar óskönnuðu eru úr safni Þorgríms Ómars Tavsen. Sendi ég þeim öllum kærar þakki fyrir, en þrátt fyrir þennan fjölda munu örugglega einhverjar aðrar myndir bætast í safnið um helgina.