23.07.2010 13:42

Hafdís SU 220

Núna rétt áðan var Hafdís SU 220, sjósett í Njarðvikurslipp. Tók ég við það tækifæri myndasyrpu upp á einar 90 myndir, er sýna bátinn allt frá því að vera við slippbryggjuna og er búið var að leggja honum að bryggju í Keflavíkurhöfn. Birti ég þó aðeins fimm myndir núna, þar af eina er hann sigldi út úr Njarðvik en hinar eru þegar hann kom til Keflavíkur, en endilega þurfti að skella á rigningaskúr á meðan sem skemmti aðeins skyggnið en ég vona að það komi ekki alvarlega að sök.










               2400. Hafdís SU 220, eftir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 23. júli 2010

  Eins og sést á efstu myndinni, þurfu skipverjar endilega að sýna á sér rassinn, þ.e. múna er siglt var út úr Njarðvik, en nánari myndir af því síðar.