22.07.2010 21:38
Bara Herjólfur má nota Landeyjarhöfn
Úr visi.is:
Óviðkomandi umferð bönnuð um Landeyjarhöfn
Siglingastofnun hefur ákveðið að banna umferð annarra skipa og báta en Herjólfs á meðan reynsla er fengin á siglingar ferjunnar um höfnina og vegna mikils álags fram yfir þjóðhátíð. Í tilkynningu frá Siglingastofnun kemur jafnframt fram að nauðsynlegt er að takmarka siglingar út frá slysahættu, þar sem að svæðið er ófrágengið og framkvæmdir ennþá í gangi.
Skrifað af Emil Páli
