22.07.2010 20:51

Hav Nes, Hólmsbergsviti og Stakkur

Þessar myndir tók ég úti við Helguvík um kl.20 í kvöld er mjöl flutningaskipið Hav Nes var af fara aftur. Á myndunum má auk skipsins sjá Hólmsbergsvita frá óvenjulegu sjónarhorni, svo og hinn fræga klett er nefnist Stakkur og Stakksfjörður ber nafn af.


    Hav Nes við bryggju í Helguvík og Hólmsbergsviti sést vinstra megin á myndinni


   Hér sjáum við auk skipsins sem er á leið út Helguvíkina, klettinn Stakk sem ber fyrir ofan stefni skipsins og Hólmsbergið


   Hav Nes yfirgefur Helguvíkina í rigningarsúldinni og því er myndin ekki alveg nógu greinileg © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010