22.07.2010 18:50

Eyjólfur Ólafsson GK 38 dreginn vélavana til Sandgerðis


Eyjólfur GK-38 dreginn í smábátahöfnina

Í morgun barst tilkynning um að báturinn Eyjólfur Ólafsson GK-38 frá Sandgerði væri vélarvana rétt fyrir utan Sandgerðishöfn.  Björgunarsveitin Sigurvon fór á Þorsteini og gekk björgunin vel og engan sakaði.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Þorsteinn kemur með Eyjólf inn í höfn.  Í lok myndbandsins þakkar skipstjórinn meðlimum Sigurvonar fyrir skjót og góð viðbrögð.
Smellið hér til að horfa á myndbandið.

Bein vefslóð á frétt:
http://www.245.is/default.asp?page=44&Article_ID=7250&NWS=NWS

Bein vefslóð á myndband:
http://www.myndbandaveita.is/245/spila.asp?id=83

Heimild: 245.is