22.07.2010 18:15
Með hringlínu fyrir makrílinn
Margir sem farið hafa um Keflavíkurhöfn undanfarnar vikur hafa verið að spá í hvað eigi að nota stokk sem kominn er með annarri síðunni og frá svona rúmlega miðri síðu og aftur á rassgat og virðist lína vera í stokknum. Við nánar athugun kom í ljós að umræddur bátur sem er Lena ÍS 61 er að hefja makrílveiðar á einskonar hinglínu sem fer út að framan og upp að aftan og gengur þannig hring eftir hring á einhverjum hraða og telja menn að með því sé hægt að veiða makrílinn. Ekki veit ég hvort menn sjái þetta á myndunum sem ég tók í morgun.

Stokkurinn er rétt innan við lunninguna

1396. Lena ÍS 61, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010

Stokkurinn er rétt innan við lunninguna

1396. Lena ÍS 61, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
