22.07.2010 14:36

Hugleiðing um hugleiðingar

Hér aðeins neðar er ég með hugleiðingar um Strandveiðar og komu tveir aðilar og tjá sig. Sá síðari sem virðist taka málið mjög alvarlega, les augljóslega ekki hvað ég hef skrifað, en þar var ég að ræða um að vegna brælu hafi bátar ekki getað róðið nema í 1-2 daga og skiptir þá engu máli hvað marga daga þeir máttu róa, því ekki viljum við stefna þeim í allt of mikla hættu með að fara út í hvaða veðri sem er.

Aðalmálið er þó að ég mun meðan svona lítið er um að vera skrifa fleiri svona hugleiðingar um hitt og annað og þó það komi við hjartað á einhverjum þá bara þeir um það. Aðalatriðið er að þetta er ekki mín skoðun og ekki heldur staðfestar fréttir, heldur hugleiðingar út í bláinn þess vegna, ef menn vilja kalla það svo.

Ég mun engu svara, varðandi tjáskipti og í raun er ég hættur að svara nokkrum spurningum sem fram koma á síðunni. Allavega er það algjör undantekning ef ég svara einhverju.

Þó get ég ekki látið hjá líða að benda Aðalsteini á að menn þurfa að lesa það sem þeir eru að svara, annars verður um tómt bull að ræða. Sjáum síðasta svar hans:
 
-Þeir sem fóru ekki nema einn eða tvo róðra geta ekki kennt kerfinu um það,sökin liggur hjá þeim sjálfum.Í júlí voru sóknardagar á svæðum A og D 7 talsins en á svæðum B og C voru þeir 10.
Svo segir þú.."En hvað er þá til ráða fyrir smábáta sem ekki hafa kvóta, höfðu Strandveiðileyfi eða voru á grásleppu sem nú er að mestu einnig lokið. Jú menn leita og sumir fara út í makrílveiðar, en þar sem sá búnaðar er mjög dýr, hafa sumir látið freistast að nota bara línu".
Ég vona að þú sért ekki að meina að strandveiðimenn á svæðum A og D ætli sér á línu í ágúst því það er þeim að sjálfsögðu óheimillt því allar veiðar báta í strandveiðikerfinu eru ólöglegar frá lokum strandveiða og fram til 1.sept að undanskilldum makrílveiðum-

Hvað hafði ég sagt í mínum hugleiðingum varðandi þá sem ekki gátu farið nema einn til tvo róðra og Aðalsteinn las ekki. Vegna veðurs gaf aðeins í einn dag, en þeir sem fóru út í brælu náðu kannski tveimur dögum. Ég gleymdi að minnast á að hitt voru helgidagar. Sökin um bræluna er varla þeirra sem vildu róa?
Síðan ræðir Aðalsteinn um það að ég segi að menn séu að huga að makrílveiðum og þar sem sá búnaður sé dýr,  hafa sumir freistast við að nota línu og þá kemur aðalsteinn og segir að mönnum sé óheimilt að fara á línu séu þeir á strandveiðikerfinu að undanskilum markrílveiðum. Það er einmitt það sem ég sagði að ef menn treysta sér ekki til að setja upp þennan dýra búnað nota þeir línu til makrílveiða.

Aðalatriðið var að koma ekki upp deilu milli landshluta, heldur benda á óréttmætt kerfi.

Já Aðalsteinn lesa fyrst áður en svarað er. Hitt vil ég undirstrika að ég á fátt skemmtilegra en að setja fram eitthvað sem menn eru ekki sammála mér um og ef viðbrögðin verða svona ruglingsleg er það eins og að henda bensíni á bálið og ég mun auka slík skrif til mikilla muna, en jafnframt slökkva á þeim möguleika að menn fái að tjá sig.