21.07.2010 21:00
Þúsundir kóngulóa í farskipi
Af dv.is:
Erlent 19:17 > 21. júlí 2010
Yfirvöld á Guam á Kyrrahafi sneru í vikunni við flutningaskipi sem kom til hafnar í eyríkinu. Þegar hafnarverkamenn hófu að afferma skipið kom í ljós að innan um farm þess leyndust þúsundir köngulóa af öllum stærðum og gerðum.
Landbúnaðaryfirvöld fyrirskipuðu að farmurinn yrði settur aftur upp í skipið og sendu það aftur út á haf. Eftirlitsmenn sögðust ekki vita af hvaða tegund köngulærnar voru, en að þær væru alls ólíkar þeim er búa í villtri náttúru eyjarinnar, sem benti til þess að þær gætu haft mjög skaðleg áhrif á lífríkið á Guam.
Skrifað af Emil Páli

