21.07.2010 17:45

T6 í Reykjavík

Af vefnum dv.is:

Klósettpappírsbarón sigldi snekkju til Íslands

T6 er ein glæsilegasta snekkja veraldar og er metin á 7 milljarða króna. Spencer vill selja hana.

T6 er ein glæsilegasta snekkja veraldar og er metin á 7 milljarða króna. Spencer vill selja hana. (Mynd: Hörður Sveinsson)

Innlent 11:17 > 21. júlí 2010

Stórglæsileg lúxussnekkja liggur við festar í Reykjavíkurhöfn. Eigandi hennar er nýsjálenski milljarðamæringurinn John Spencer en hann auðgaðist gríðarlega á fjárfestingum í klósettpappírsbransanum. Samkvæmt nýsjálenskum fréttum hefur snekkjan verið auglýst til sölu. Hún kostar litlar 7.000 milljónir íslenskra króna.

Ein glæsilegasta lúxussnekkja veraldar liggur nú bundin við festar í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan, sem ber nafnið T6, er búin þyrlupalli og hefur rými fyrir 15 manns, áhöfn og gesti. Nýsjálenski klósettpappírsbaróninn John Spencer er eigandi T6 en hann hefur nýlega sett hana á sölu og vill fá 58 milljónir dollara fyrir hana, andvirði um sjö milljarða íslenskra króna.

Spencer vildi ekki ræða við blaðamann á hafnarbakkanum í Reykjavík og við vitum því ekki hvaða erindi hann á hér á landi. Líklega er þó klósettpappírsbaróninn hér í fríi en samkvæmt heimildum DV kom snekkjan hingað til lands frá Noregi.

Hollenskur skipahönnuður teiknaði T6 eftir óskum Spencer en smíði snekkjunnar tók alls um átta ár. Hún var sjósett árið 2006. Myndir af T6 hafa birst víða í fagtímaritum um skip og báta, enda er um óvenjulega glæsilegan farkost að ræða.