21.07.2010 16:49

Leið fyrir þá sem ekki þora...

Eins og sést fyrir neðan hugleiðingarnar mínar hér fyrir neðan, þá kemur þar skoðun manns sem ekki þorði að birta skoðun undir nafni, en sendi mér tölvupóst, þar sem hið rétta nafn og meira segja heimilisfang kom fram. Að sjálfsögðu birti ég þessa skoðun, án þess að geta nafn mannsins eða aðrar þær upplýsingar sem hann gaf um sig.

Þetta er sama aðferðin og ég notaði oft þegar ég var í blaðaútgáfu, enda snýst þetta um að ég sem eigandi og ritstjóri síðunna viti hverjir tjá sig á minni síðu, en ekki endilega lesendur hennar. Þessi leið er því opin fyrir þá sem vilja tjá sig en þora því ekki af einhverri ástæðu.