20.07.2010 20:28

Skemmtiferðaskip við Grindavík

Af vefnum grindavik.is
 

Skemmtiferðaskip við Grindavík

Óvenjuleg sjón blasti við Grindvíkingum sem voru á ferli seint í gærkvöld þegar skemmtiferðaskip kom að Grindavík.

Skipið Azamara Journey sem er rúmlega 30 þúsund tonn var of stórt til að komast til hafnar en léttabátur frá skemmtiferðaskipinu kom til Grindavíkurhafnar rétt fyrir miðnætti í gær með veikan farþega.
Mynd: Eyjólfur Vilbergsson