20.07.2010 13:06

Gunnar Halldórsson ÍS 45 og einn gamall, spurning hver hann er?

Utan á Gunnari Halldórssyni ÍS 45 liggur gamall bátur sem mér sýnist að verið sé að endurnýja. Ekki veit ég hvaða bátur þetta er, en giska á að þetta sé ein af Dísunum. Gaman væri að fá að vita hvaða bátur þetta sé.
Hér birtast þrjár myndir sem sýna gamla bátinn utan á Gunnari Halldórssyni, sem Þorgrímur Ómar tók á Ísafirði í gær.






  1475. Gunnar Halldórsson ÍS 45 á Ísafirði í gær og einn gamall. En hver er hann? © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010