20.07.2010 09:25
Sæhamar SH 223, landaði 1800 kg. af makríl í morgun
Sæhamar SH 223 var að landa 18 hundruð kílóum af makríl í morgun á Snæfellsnesi og að sögn makrílveiðimanna fékk Blíða KE 17, 25 tonnum í síðustu viku. Veiðisvæðið er út af Jökli og Arnarstapa og segja þeir makríl vera út um allan sjó.
Þar sem Þorgrímur Ómar var farinn út á sjó áður en ég náði honum í morgun, er ég ekki alveg viss um í hvaða höfn þetta er, né heldur frá hvaða höfn neðri myndin er.
2680. Sæhamar SH 223 eftir makríllöndun í morgun, í Rifshöfn
Frá Rifshöfn á Snæfellsnesi © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
