19.07.2010 16:07

Opnað aftur fyrir skoðanir manna, en með miklum fyrirvara

Frá því að ég startaði þessari síðu hef ég verið mjög strangur á að þeir sem skrifuðu skoðanir undir færslurnar vönduðu orðaval sitt, slepptu öllu skítkasti og notuðu alls ekki leyninöfn eða skammstafnarnir, nema ég vissi hverjir viðkomandi væru.
Síðast þegar í lokaði í vor í nokkra daga var einmitt af leiðindamáli þar sem menn réðust á mig að ósekju. Nokkrir þeirra sem þar komu við sögu, hafa ekki haft manndóm sinn í að biðja mig afsökunar og eru því á bannlista, þ.e. ég hef tekið nöfn þeirra af tengslalistanum og fjarlægi allar skoðanir þeirra sem hér koma inn, hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Á þessum bannlista eru 6 manns sem gerðust slettirekur eða fóru að hafa afskipti af ummælum mínum og Hafþórs, en hann er ekki í þessum bannhópi, enda var ekkert sem á milli okkar fór sem var athugavert.
Síðan ég opnaði aftur þá, hefur stundum jaðrað við að ég lokaði aftur, en síðan gerðist það að ég fékk á mig skítkast frá manni sem kallaði sig gml og hafði Ip töluna 85.220.64.249 og þá lokaði ég alveg. En síðan þá hafa verið mjög góðar myndir af landsbyggðinni, myndir sem efalaust einhverjir vildu ræða um og í morgun birti ég frá Súðavík og á eftir verða með myndir frá Ísafirði, en ég hef fengið frá Þorgrími Ómari Tavsen á þriðja tug mynda sem hann tók þar í dag og birti þær bæði í dag og á morgun.
Komi einhver sem fari út fyrir þessar reglur mun ég loka aftur fyrir álit manna og þá verður það endanlegt. Ábendingar og leiðréttingar eru sjálfsagðar, en skítkast ekki og alls ekki dulnefni.
          Kær kveðja
          Emil Páll