18.07.2010 21:05
Verður sokkinn Stormur, gerður af ferðamannastað?
N.k. þriðjudag eru liðnar þrjár vikur og sú fjórða hefst frá því að Stormur SH 333 sökk í Njarðvikurhöfn. Á þessum tíma hafa menn ekki séð að neitt væri gert til að fjarlægja bátinn af botni hafnarinnar, þar sem á flóði aðeins möstrin sjást, en á fjöru hluti af stýrishúsinu. Á þessum tíma eru menn helst á að báturinn hafi ef eitthvað er færst örlítið meira út í höfnina.
Gárungarnir finnst hinsvegar það vera tilvalið fyrst eigandi bátsins fjarlægir hann ekki að gera bátinn að viðkomustað fyrir ferðamenn. Þetta er hinsvegar meira sagt í gríni en alvöru. En máltækið segir að öllu gríni fylgi einhver alvara.

586. Stormur SH 333, í Njarðvikurhöfn á fjörunni í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010
Gárungarnir finnst hinsvegar það vera tilvalið fyrst eigandi bátsins fjarlægir hann ekki að gera bátinn að viðkomustað fyrir ferðamenn. Þetta er hinsvegar meira sagt í gríni en alvöru. En máltækið segir að öllu gríni fylgi einhver alvara.

586. Stormur SH 333, í Njarðvikurhöfn á fjörunni í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
