18.07.2010 20:08
Reynir GK í kvikmyndina um Helliseyjarslysið
Vélbáturinn Reynir GK 355, sem lagt var í fyrra í Grindavíkurhöfn kom fyrir helgi undir eigin vélarafli til Njarðvíkur, en nota á hann við kvikmyndatökur um Helliseyjarslysið við Vestmannaeyjar, þegar Guðlaugur Friðþjófsson bjargaðist einn og synti til lands og barðist yfir hraunið á leið til byggða, eins og frægt er orðið.


733. Reynir GK 355, í höfn í Njarðvik © myndir Emil Páll, 18. júlí 2010


733. Reynir GK 355, í höfn í Njarðvik © myndir Emil Páll, 18. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
