18.07.2010 08:49

Beinhákarl kom inn með trollinu á Frera RE sl. fimmtudag - myndir

John Berry, vélstjóri á Frera RE, sendi mér  nokkrar myndir af beinhákarli sem þeir fengu í trollið s.l fimmtudag en þeir eru á veiðum úti fyrir Vestfjörðum. Það var lífsmark með honum, svo hann hefur væntanlega komið í trollið þegar það var híft.

Þess má geta að beinhákarl er ekki nýttur til átu, en hér áður fyrr var hann stundum nýttur í lýsi. Beinhákarlinn lifir á átu og svifi og svamlar því mikið í yfirborði sjávar.
 

    Hér sést þegar menn eru að bauka við að koma spotta á sporðin á honum svo hífa megi hann út í sjó.


                                           Verið að hífa pokann upp ofan af honum.
 

                                    Byrjað að draga hann aftur og út í skutrennu


                               Hér er hann komin lengra út og við það að falla aftur úr


        Nú sést í ugga á honum þar sem hann er komin í sjóinn aftur undan skipinu
                                        © myndir John Berry, 15. júlí 2010