17.07.2010 23:24
Lifandi veðurlýsingar um Grindavíkurhöfn
Nú þegar er hægt að nálgast veðurupplýsingar um Grindavíkurhöfn eins og sjávarhæð, vindstyrk, flóðatöflur og ýmislegt fleira á vefnum grindavik.is. Höfnin er lífæð Grindavíkur og því mikilvægt fyrir útgerðir, áhafnir og aðra og hafa beinan aðgang að þessum upplýsingum.
Fleira á eftir að bætast við í þetta upplýsingatorg Grindavíkurhafnar á næstunni eins ölduhæð og fleira.
Þess má geta að starfsmenn Grindavíkurhafnar eru þessa dagana að flytja höfuðstöðvar sínar í nýja vigtarhúsið við höfnina. Starfsemin flyst því fljótlega alfarið þangað. Formleg opnun á nýja vigtarhúsinu verður seinni partinn í ágúst
Skrifað af Emil Páli
