17.07.2010 22:15
Hver er ÞORGRÍMUR ÓMAR TAVSEN?
Myndasmiðurinn Þorgrímur Ómar Tavsen sem hefur verið mjög duglegur að senda mér myndir að undanförnu hefur vakið mikla athygli fyrir þann gjörning. Myndir eins og syrpuna frá Hofsós, af lúðuveiðum á Maron GK, og brunanum í Tónlistahúsinu Hörpu o.fl. Nú frá Grundarfirði og Rifshöfn sem birtust í gær, frá Hólmavík sem birtust í morgun og ýmsar Vestfjarðaperlur sem hann tók í dag á ferð sinni á ættarmót á Snæfjallaströnd þar sem hann er nú, hafa vakið mikla athygli. Þessar myndir frá honum er í þeim hópi, en mesta athyglin er þó sú, að allar þessar myndir, nema þær frá Hofsósi, eru ekki teknar á rándýra myndavél, heldur á gsm-símann hans og um leið og hann er búinn að láta símann taka mynd, sendir hann hana á netfangið mitt. Gæði myndanna er þó mjög gott og raunar það eina sem hann getur ekki gert en við hinir gerum sem höfum myndavélar er að draga myndaefnið að okkur, en hvað er það þegar gæðin eru svona góð.
Umræddur Þorgrímur Ómar, er ættaður frá Hofsósi, en býr núna í Njarðvik og er stýrimaður á Sægrími GK og eigandi af einum af síðustu furu- og eikarbátunum sem smíðaðir voru í Bátalóni og er sennilega aðeins annar af tveimur óbreyttum Bátalónsbátum sem enn eru til og eru á skrá. Þetta er báturinn Skvetta SK.
Svo menn gætu séð hvernig þessi duglegi myndasmiður liti út, stal ég þessari mynd sem hann birti í dag á Facebook-síðu sinni og er tekin í dag við einhvern fossinn sem varð á leið hans á ættarmótið.

Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010
Umræddur Þorgrímur Ómar, er ættaður frá Hofsósi, en býr núna í Njarðvik og er stýrimaður á Sægrími GK og eigandi af einum af síðustu furu- og eikarbátunum sem smíðaðir voru í Bátalóni og er sennilega aðeins annar af tveimur óbreyttum Bátalónsbátum sem enn eru til og eru á skrá. Þetta er báturinn Skvetta SK.
Svo menn gætu séð hvernig þessi duglegi myndasmiður liti út, stal ég þessari mynd sem hann birti í dag á Facebook-síðu sinni og er tekin í dag við einhvern fossinn sem varð á leið hans á ættarmótið.

Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
