17.07.2010 09:47

Svanur KE 6

Þessi bátur reyndi fyrir sé á ýmsum stöðum út af Keflavíkurhöfn, án þess að ég hafi séð hann fiska mikið. Annars er það að frétta af þessum báti, að þetta er nýlega uppgerður bátur, sem aðallega hefur legið í höfninni í Vogum, en kom þó til Keflavíkur eftir veiðiferðina í gær. Birti ég hér mynd af honum við veiðarnar og síðan er báturinn var kominn í höfn í Keflavík


               6417. Svanur KE 6 að veiðum rétt framan við hafnargarðinn í Keflavík í gær


     6417. Svanur KE 6, í höfn í Keflavík í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. júlí 2010