17.07.2010 09:43

Botninn dottinn úr makrílveiðum hér fyrir sunnan

Samkvæmt fregnum hjá veiðimönnum við Keflavíkurhöfn í gær, virðist sem botninn vera fallinn úr makrílveiðum hér fyrir sunnan, sömu fregnir fékk ég líka frá uppsjávarveiðiskipum. Virðist sem makríllinn hafi nánast allur sem einn færst sig norður fyrir land, því fréttir bárust í gær af vaðandi makríltorfum við Hólmavík.