17.07.2010 00:42
Herjólfur kom í Landeyjarhöfn núna rétt áðan
Af mbl.is


Herjólfur í kvöld. mbl.is/Sigurður Bogi
Innlent | mbl.is | 16.7.2010 | 23:51
Herjólfur í Landeyjahöfn
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi að Landeyjahöfn laust fyrir miðnætti í kvöld. Margt fólk var samankomið við höfnina til að fylgjast með, en almennar áætlunarsiglingar eiga að hefjast á miðvikudag eftir að siglt hefur verið með Kristján L. Möller samgönguráðherra í ferjunni á þriðjudag.
Herjólfur var áður um tvær klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að sigla til Vestmannaeyja en verður nú aðeins rúman hálftíma.
Fyrst var miðað við að hefja siglingar 1. júlí en gosið í Eyjafjallajökli seinkaði framkvæmdum.
Skrifað af Emil Páli

