17.07.2010 00:42

Herjólfur kom í Landeyjarhöfn núna rétt áðan

Af mbl.is

Herjólfur í kvöld.

Herjólfur í kvöld. mbl.is/Sigurður Bogi

Innlent | mbl.is | 16.7.2010 | 23:51

Herjólfur í Landeyjahöfn

 

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi að Landeyjahöfn laust fyrir miðnætti í kvöld. Margt fólk var samankomið við höfnina til að fylgjast með, en almennar áætlunarsiglingar eiga að hefjast á miðvikudag eftir að siglt hefur verið með Kristján L. Möller samgönguráðherra í ferjunni á þriðjudag.

Herjólfur var áður um tvær klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að sigla til Vestmannaeyja en verður nú aðeins rúman hálftíma.

Herjólfur á siglingu.

Herjólfur á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrst var miðað við að hefja siglingar 1. júlí en gosið í Eyjafjallajökli  seinkaði framkvæmdum.