15.07.2010 20:38

Allir 5 sem í höfninni voru

Eins og margir vita eru skipakomur í Keflavíkurhöfn frekar fátíðar, nema á ákveðnum tímum eins og þegar opnað er fyrir snurvoðina í Bugtinni og nokkrum öðrum tilfellum. Þó eru fjögur skip sem eru þar að staðaldri og sjást þau á myndinni ásamt erlendri skútu sem er í höfninni þessa daganna. Því má segja að hin mikla umferð um höfnina nú meðan makrílveiðin stendur yfir, er kærkomin breyting þarna á. En umferðin þessa dagana er lítið minni en á sjómannadaginn í denn.


   F.v. 2043. Auðunn, 1587. Sævar KE 15, 1396. Lena, 500. Gunnar Hámundarson GK 357 og Polonus © mynd Emil Páll, 15. júlí 2010