15.07.2010 16:50
Eldur í togara og skúta strandar
Rétt eftir hádegi kom upp eldur í vélarúmi togarans Kiel sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Var í fyrstu talið að menn væru niðri, en sem betur fer var svo ekki. Slökkvistarfi við togarann er lokið, en togari þessi er í eigu dótturfyrirtækis Samherja í Þýskalandi.
Þá festist eða strandaði skúta í innsiglingunni að Snarfarahöfninni í Reykjavík núna rétt, áðan og voru björgunaraðilar á leið á staðinn síðast þegar vitað var, en ekki var talin hætta á ferðum.

Kiel © mynd MarineTraffic. HarryS
Þá festist eða strandaði skúta í innsiglingunni að Snarfarahöfninni í Reykjavík núna rétt, áðan og voru björgunaraðilar á leið á staðinn síðast þegar vitað var, en ekki var talin hætta á ferðum.

Kiel © mynd MarineTraffic. HarryS
Skrifað af Emil Páli
