14.07.2010 15:01
Sjósettur sem Vörður, en afhentur sem Heimir
Fyrsti báturinn af þremur sem báru nafnið Heimir SU 100, var sjósettur með nafninu Vörður SU 100, en þar sem annar aðili var með einkaleyfi á því nafni var nafninu skipt um nafn og nafnið Heimir SU 100 sett á bátinn. Þessi bátur var smíðaður úr eik í Danmörku og hét síðar t.d. Skagaröst KE 34. Saga hans hefur verið flutt hér á síðunni og hugsanlega verður hún endurtekin nú þegar þesar myndir eru komnar í viðbót.
Þó ekki sé vitað hver var ljósmyndari af myndunum, voru þær á vefnum pluto.123.is og sendi eigandi vefsins Sigurjón Snær Friðriksson mér þær.

762. Vörður SU 100 sjósettur í Danmörku, áður en skipt var um nafn og hann látinn heita Heimir SU 100 © ljósmyndari óþekkur

762. Heimir SU 100, kominn til heimahafnar á Stöðvarfirði © ljósmyndari ókunnur
Þó ekki sé vitað hver var ljósmyndari af myndunum, voru þær á vefnum pluto.123.is og sendi eigandi vefsins Sigurjón Snær Friðriksson mér þær.

762. Vörður SU 100 sjósettur í Danmörku, áður en skipt var um nafn og hann látinn heita Heimir SU 100 © ljósmyndari óþekkur

762. Heimir SU 100, kominn til heimahafnar á Stöðvarfirði © ljósmyndari ókunnur
Skrifað af Emil Páli
