12.07.2010 12:10

Gerður ÞH seld aftur til Rússlands

Samkvæmt mínum heimildum hefur Gerður ÞH 110 sem staðið hefur uppi í Njarðvíkurslipp nú í nokkur ár, verið seld á ný til Rússlands. En þangað var skipið selt fyrir nokkrum árum og tekið af íslenskri skipaskrá og skrá selt þangað. Ekkert varð þó úr þeirri sölu, en samkvæmt sömu heimildum hefur hinn rússneski kaupandi nú, verið að ganga frá skuldum sem á skipinu hvíla hérlendis svo hann geti farið með það út.


   Úr Njarðvíkurslipp nú rétt fyrir hádegi. 795. Drífa SH 400 og aftan við hana er 1125. Gerður ÞH 110, sem enn á ný hefur verið seld til Rússlands © símamynd Emil Páll, 12. júlí 2010