11.07.2010 21:15
Ætluðu á sjó á algjörlega ómerktum báti
Í kvöld varð ég vitni að því að tveir karlar og ein kona voru að bera veiðidót um borð í algjörlega ómerktan bát og ætluðu augljóslega út að veiða. Á bátum voru engin einkenni og sennilega lítið að tækjum um borð, engu mátti sjá radarskermi á mastrinu.
Þar sem ég var ekki með myndavél með mér heldur aðeins símann tók ég þrjár símamyndir úr Grófinni og segi undir hverri mynd hvaða bát sé um að ræða. Hinsvegar veit ég ekki hvort þau komust af stað, því eitthvað vélarvesen var og ér þurfti að yfirgefa svæðið áður en það var ljóst.
Umræddur bátur er þessi rauði og hvíti sem er næst utastur í röðinni
Þessi rauði og hvíti fyrir miðri mynd sem er næst berginu að sjá
Umræddur bátur er þessi rauði og hvíti sem sést utast í röðinni © símamyndir Emil Páll, rétt fyrir kl. 21 í kvöld 11. júlí 2010
