11.07.2010 15:20
Sex í Njarðvíkurslipp
Þessi mynd sýnir frá nokkuð óvanalegu sjónarhorni sex báta sem eru í Njarðvíkurslipp, að vísu er einn þeirra í gamla slippum, en hann og sá sem fyrst verður upp talinn undir myndinni eiga trúlega ekkert annað eftir en að fargast. Hinir eru ýmist í viðgerð, geymslu eða jafnvel einn sem er kyrrsettur (245) og hefur verið það um tíma. Mynd þess tók ég eftir hádegi í dag frá slippbryggjunni og sýnir upp slippinn og skipin að aftan, nema það sem er í gamla slippnum það sést á hlið.
F.v. 1125. Gerður ÞH 110, 1134. Steinunn SH 167, 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, 1575. Njáll RE 275, 467. Sæljós ÁR 11 og 1249. Sigurvin GK 51, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 11. júli 2010 frá slippbryggjunni.
