11.07.2010 15:12
Fjórir í röð
Hér sjáum við fjóra báta sem liggja í röð öðrum megin á annarri bryggjunni í Njarðvík. Eitt þeirra það sem fyrst verður talið, fer trúlega á morgun upp í Njarðvikurslipp þar sem Hringrásarmenn munu hefja förgun á því. Hin skipin eru ýmist í viðhaldi, eða fríi, en mun von bráðar öll verða komin á veiðar. Nöfn þeirra allra kemur fram undir myndinni, sem ég tók frá Slippbryggjunni eftir hádegi í dag.

F.v. 1156. Sólfari SU 16, 2101. Sægrímur GK 525, 795. Drífa SH 400 og 923. Röstin GK 120, við bryggju í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. júlí 2010

F.v. 1156. Sólfari SU 16, 2101. Sægrímur GK 525, 795. Drífa SH 400 og 923. Röstin GK 120, við bryggju í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
