11.07.2010 00:00
Rennt í strand
Hér áður fyrr þekktist það oft að renna bátum á land, upp í króknum eins og það var kallað í Keflavíkurhöfn og láta síðan fjara undan þeim og nota þá tækifærið til að lagfæra eitthvað sem að var. Því var Anítu KE 399 rennt upp í krókinn á flóðinu, en til þess þurfti frekar að draga eða þrýsta á með mannsafli.
Ástæðan fyrir því að látið var fjara undan bátnum með þessum hætti var að orðið hefur vart við einhvern leka að aftan til að á að athuga hvort hægt verði að gera við hann þarna í fjörunni. Tók ég þessa myndasyrpu við það tækifæri og sjást þarna að auki hjálparmenn af öðrum bátum sem komu að verkinu, ásamt áhöfninni. Þessir hjálpar menn eru Þorgrímur Ómar Tavsen á Sægrími GK og Þorgils Þorgilsson á Röstinni GK.













399. Aníta KE 399 og brasið við að koma henni upp í krókinn í Keflavíkurhöfn, sem stafaði m.a. af því að menn voru ekki nægjanlega þolinmóðir eftir fullri flóðhæð
© myndir Emil Páll. 10. júlí 2010
Ástæðan fyrir því að látið var fjara undan bátnum með þessum hætti var að orðið hefur vart við einhvern leka að aftan til að á að athuga hvort hægt verði að gera við hann þarna í fjörunni. Tók ég þessa myndasyrpu við það tækifæri og sjást þarna að auki hjálparmenn af öðrum bátum sem komu að verkinu, ásamt áhöfninni. Þessir hjálpar menn eru Þorgrímur Ómar Tavsen á Sægrími GK og Þorgils Þorgilsson á Röstinni GK.













399. Aníta KE 399 og brasið við að koma henni upp í krókinn í Keflavíkurhöfn, sem stafaði m.a. af því að menn voru ekki nægjanlega þolinmóðir eftir fullri flóðhæð
© myndir Emil Páll. 10. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
