09.07.2010 16:33

Baldur og Duushúsin

Þar sem fremur lítið er til að mynda þessa daganna, fékk ég mér far með skemmtibátnum Miðvík, er þeir voru að stilla tækin um borð í dag. Farið var rétt út á Keflavíkina, fyrir Hólmsbergið og í skjól inni á Helguvíkinni. Myndir munu birtast í nokkrum hlutum í dag og á morgun og er sjónarhornið frá sjó. Hafa ber þó í huga að myndirnar eru teknar í töluverðum velting og því furðulega góðar miðað við það.

Fyrst birti ég það hvernig þeir sem koma af sjó sjá Baldur KE 97 þar sem hann stendur neðan við Duushúsin og um leið við innkeyrsluna frá landi í Grófina. En báturinn hefur stundum villað sýn fyrir erlendum skútumönnum og hafa þeir haldið að þetta væri aðalhöfnin í Keflavík








             311. Baldur KE 97 og Duushúsin © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010