09.07.2010 11:44
Strandaði við Borgundarhólm í nótt
Af Visi.is
Stórflutningaskip af stærri gerðinni strandaði við Borgundarhólm í nótt. Situr skipið nú fast um 800 metra frá landi við Sorthat.
Um er að ræða 167 metra langt, tæplega 17.000 tonna fulllestað skip sem skráð er á Möltu en það ber heitið Odin Pacific.
Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten mun stýrimaður skipsins hafa verið einn á vakt í brúnni þegar skipið strandaði en hann er grunaður um að hafa verið ölvaður.
Björgunarskip frá dönsku standgæslunni eru komin á staðinn og reyna á að ná Odin Pacific á flot á flóðinu seinna í dag.
Skrifað af Emil Páli
