09.07.2010 11:08
Hafdís GK 118 komin upp í slipp
Klaufaskapur eða óhapp eru þau orð sem eru á vörum mínum vegna þess þegar báturinn kom í gær til Njarðvíkur og ég tók mjög góða myndasyrpu af honum, enda sigldi hann á fullri ferð alveg inn í höfnina. Ég hinsvegar eiddi myndunum út af kuppnum í stað þess að vista þær, fyrir mistök eða hreinan klaufaskap og þar með glataði ég þeim svo og myndasyrpu af Arnari ÁR 55, þegar hann fór úr Njarðvik í gær ný málaður og fínn og stampaði út Stakksfjörðinn.
Sýni ég hér tvær myndir af bátnum þegar verið var að hreinsa hann áður en hann er tekinn inn í hús í slippnum í Njarðvik. Á annarri myndinni er úði frá heinsuninni og því er myndin daufari en hún ætti annars að vera.


2400. Hafdís GK 118, sem senn verður SU 220 og trúlega komin í liti Eskju, í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
Sýni ég hér tvær myndir af bátnum þegar verið var að hreinsa hann áður en hann er tekinn inn í hús í slippnum í Njarðvik. Á annarri myndinni er úði frá heinsuninni og því er myndin daufari en hún ætti annars að vera.


2400. Hafdís GK 118, sem senn verður SU 220 og trúlega komin í liti Eskju, í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
