08.07.2010 19:51

Þór Pétursson ÞH 50 / Helgi SH 135

Togari sem smíðaður var á Ísafirði 1989 og er enn í útgerð.


                     2017. Þór Pétursson ÞH 50 © mynd Snorrason


      2017. Helgi SH 135 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007


                                                 2017. Helgi SH 135

Smíðanúmer 56 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf., Ísafirði 1989. Hljóp af stokkum 1989 og gefið nafn 30. júlí sama ár. Afhentur 25. ágúst og kom fyrst til Sandgerðis 3. september 1989. Lengdur 1994.

Í mars 1997 stóð til að sameina Njörð hf. og Búlandstind en af því varð ekki.

Nöfn: Þór Pétursson ÞH 50, Þór Pétursson GK 504 og núverandi nafn: Helgi SH 135