08.07.2010 18:51

Á makrílveiðum

Sjaldan hefur verið eins mikil örtröð á hafnargarðinum í Keflavík og einmitt nú síðustu vikurnar, er þangað hafa streymt fjöldi fólks með veiðistengur og veitt makríl. Meðan ég stoppaði þar í örfáar mínútur í dag veiddu menn í gríð og erg og jafnvel með þrjá væna á í einu.


                       Óvenjulega mikil umferð var um hafnargarðinn í dag


                                                  Stöng við stöng


                                          Spriklandi makríll losaður af færinu


   Þessir þrír komu samtímis á færið hjá einum veiðimanninum og hér var á ferðinni stór og vænn makríll © myndir Emil Páll, 8. júlí 2010