08.07.2010 08:52
Kristín ST. komin í Garðinn
Þessi trillubátur varð frægur fyrir nokkrum misserum, er eigandi hennar í Njarðvik fékk Landhelgisgæsluna til að flytja bátinn á þilfari varðskips frá Hólmavík til Keflavíkur. En áður hafði hún staðið einhvern tíma á hafnarsvæðinu á Hólmavík og eftir að hafa verið flutt sjóleiðina suður stóð hún uppi í Njarðvík þar til á vordögum að hún var keypt í Garðinn og flutt þangað þar sem hún stendur nú.

5796. Kristín, í Garðinum © mynd Emil Páll, 7. júli 2010

5796. Kristín, í Garðinum © mynd Emil Páll, 7. júli 2010
Skrifað af Emil Páli
