06.07.2010 20:54
Hafdís verður SU 220
Eins og fram kom nýverið hér á síðunni fyrir stuttu, á undan öllum öðrum, hefur Eskja hf. á Eskifirði keypt Hafdísi GK 118 og fiskverkun Völusteins áður Festis í Hafnarfirði. Nú hefur verið ákveið að Hafdís mun halda nafni sínu og fá skráningarnúmerið SU-220. Áætlað er að báturinn hefji línuveiðar í ágústmánuði eða byrjun septembermánaðar nk.
Munu fyrrum skipverjar af Hafdísi GK og Baddý GK vera meðal áhafnar á Hafdísinni.
Munu fyrrum skipverjar af Hafdísi GK og Baddý GK vera meðal áhafnar á Hafdísinni.
Skrifað af Emil Páli
