06.07.2010 16:15

Aðeins þrír með heimahöfn í Reykjanesbæ

Þau stofnanaheiti sem sameinuð sveitarfélög hafa tekið upp, eru yfirleitt lítið notuð í daglegu máli og allavega ekki hvað varðandi heimahöfn báta. Sem dæmi þá eru bátar í Reykjanesbæ, með heimahöfn ýmist í Keflavík eða Njarðvík, að þremur undanskildum og sjáum við hér einn þeirra á myndinni.
Talandi um þessar heimahafnir, væri gaman að vita hvað margir á Húsavík séu með heimahöfn í Norðurþingi, sem er nafnið á sveitarfélaginu. Eða hvað eru margir Þorlákshafnarbátar með heimahöfn í Ölfusi, sem svo heitir sveitarfélagið þar. Siglufjörður og Ólafsfjörður heitir Fjallabyggð og ég man ekki eftir nokkrum bát með heimabyggð þar. Ef við förum aðeins lengra þá er Fjarðarbyggð, nafnið á Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði o.fl. stöðum fyrir austan. Svona má lengi telja, því nokkrir útgerðarstaðir ættu samkvæmt þessu að nota annað nafn en þeir gera. En sem betur fer, er það ekki gert. Hvað t.d. með Patreksfjörð, Bíldudal, Sauðárkrók, Eyrarbakka, Stokkseyri o.fl. staði?


   Þessi var með heimahöfn í Njarðvík fyrir brunann, en eftir endurbæturnar fékk hann heimahöfn í Reykjanesbæ og er því einn þriggja sem hafa þá heimahöfn © mynd Emil Páll, 6. júli 2010