05.07.2010 19:38
Clipper Adventurer á leið til Keflavíkur eða Reykjavíkur
Í gær birtist hér mynd frá Hilmari Bragasyni af skemmtiferðaskipinu er það kom til Hornafjarðar í gærmorgun. Þaðan fór það síðan vestur með suðurströndinni og var í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag og nú á áttunda tímanum er það statt djúpt út af Grindavík á leið til Keflavíkur. Birti ég nú tvær myndir af MarineTraffic af skipinu.
Samkvæmt vef Faxaflóahafna nú í kvöld og eins AIS þá hefur verið hætt við að koma við í Keflavík og stefnan tekin beint á Reykjavík og er áætlað að skipið verði komið þangað um kl. 23 og leggist að miðbakka.

Clipper Adventurer © mynd Ray Pither á MarineTraffic

Clipper Adventurer © mynd Baard Karlsen, MarineTraffic
Samkvæmt vef Faxaflóahafna nú í kvöld og eins AIS þá hefur verið hætt við að koma við í Keflavík og stefnan tekin beint á Reykjavík og er áætlað að skipið verði komið þangað um kl. 23 og leggist að miðbakka.

Clipper Adventurer © mynd Ray Pither á MarineTraffic

Clipper Adventurer © mynd Baard Karlsen, MarineTraffic
Skrifað af Emil Páli
