05.07.2010 13:58

Byssum beint að ljósmyndara síðunnar í Sundahöfn í morgun

Það var óþægileg reynsla sem einn af ljósmyndurum síðunnar varð fyrir í Sundahöfn í morgun. Gefum honum orðið:

... svo lá leiðin niður í Sundahöfn en þar lá einn rússi og fyrir aftan hann herskip frá Bandaríkunum og lá mér hugur að mynda það. Ég ók meðfram girðingunni þarna og stoppaði á móts við skipið og var að taka myndir er starfsmaður Securitas kom að bílnum og hóf að spyrja mig um erindi mitt þarna,ég sá enga ástæðu aðra en að vera jafn almennilegur og hann og svaraði honum greiðlega, þá tjáði hann mér að bandaríkjamennirnir um borð yrðu órólegir ef eitthver stoppaði þarna sem ég var (sem var utan girðingar og hvergi merkt að bannað væri að stoppa eða taka myndir, enda utan varnargirðingarinnar) og jafnframt tjáði hann mér að um leið og ég stoppaði hefðu 2 skyttur um borð beint hlöðnum byssum að mér og væru tilbúnnir að skjóta á mig, ja hver andskotin datt uppúr mér,enda fannst mér þetta vera fjandi óþægilegt að vita af, en öryggismaðurinn var hinn almennilegasti og eftir stutt spjall kvaddi ég og fór, en ónotatifinningin hvarf ekki fyrr en ég var kominn af bryggjunni.








                     Í Sundhöfn í morgun © myndir Laugi, 5. júlí 2010