05.07.2010 11:28
Beinhákarlar svömluðu fyrir utan Sandgerði
Í gærkvöldi svömluðu tveir beinhákarlar í rólegheitum rétt fyrir utan Bæjarsker, beint frá kirkjukletti og veiddu sér til matar.
Um miðnætti í gærkvöldi fór ljósmyndari 245.is ásamt fleirum á bátnum Þorsteini í návígi við beinhákarlana og myndaði herlegheitin. Hákarlarnir voru þá komnir fjær ströndu og dundaði annar sér heillengi rétt við bátinn.
Sjá nánar á http://www.myndbandaveita.is/245/spila.asp?id=82
Skrifað af Emil Páli
