04.07.2010 14:40

Elín Anna

Í gærkvöldi tók ég símamynd af þessum kjölbáti eða skútu, í Keflavíkurhöfn og í morgun tók ég eins mynd á myndavél og er ég hissa hvað gæði símamyndavélarinnar eru góð. Þá tók ég myndir af skútunni er hún fór frá Keflavík í hádeginu í dag.


                  2619. Elín Anna og 500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn




           2619. Elín Anna á leið frá Keflavík í hádeginu í dag
                     © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010