04.07.2010 14:15
Steffen C GR-6-403 frá Nuuk í Grænlandi
Grænlenski togarinn Steffen C kom í átt til Keflavíkur um hádegisbilið í dag, og kom hafnsögubáturinn Auðunn á móti honum með viðgerðarmenn, sem sigldu með togaranum til Reykjavíkur, en talið var þörf á að þeir sæju hvernig tækin virkuðu í notkun. Af einhverjum ástæðum kom togarinn ekki á ytri höfnina í Keflavík heldur stöðvaðist þegar hann var að nálgast Helguvík, en þó nokkuð frá landi.
Tókst mér að taka þessar myndir af honum þar. Jafnframt birti ég mynd af honum sem ég tók úr grænlenska sjómannaalmanakinu


Steffen C GR 6-403, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010


2043. Auðunn nálgast Steffen C GR 6-403 á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010

Steffen C GR 6-403 frá Nuuk í Grænlandi © mynd úr grænlenska sjómannaalmanakinu
Tókst mér að taka þessar myndir af honum þar. Jafnframt birti ég mynd af honum sem ég tók úr grænlenska sjómannaalmanakinu


Steffen C GR 6-403, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010


2043. Auðunn nálgast Steffen C GR 6-403 á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010

Steffen C GR 6-403 frá Nuuk í Grænlandi © mynd úr grænlenska sjómannaalmanakinu
Skrifað af Emil Páli
