04.07.2010 10:13

Otur SH 70 / Sjöstjarnan KE 8

Þessi fallegi eikarbátur var til í tæp 19 ár, en þá fórst hann ásamt 10 manns, skipverjum og farþegum.


        255. Otur SH 70 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson


                         255. Sjöstjarnan KE 8 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 850 hjá Frederikssund Skipswærft A/S, Fredrikssund, Danmörku 1964. Endurbyggður í Njarðvík 1970.

Vegna síðara nafnsins sem hann bar, voru veiðarfæri og fleiri merkingar á honum yfirleitt á þennan táknræna máta:  7 * N ( þ.e. 7 stjarna N)

Fórst á leið frá Færeyjum til Íslands, um 100 sm. ASA frá Dyrhólaey 11. febrúar 1973, ásamt 10 manns, (skipverjum og farþegum)

Nöfn: Otur SH 70 og Sjöstarnan KE 8.