02.07.2010 22:32
Svafar Gestsson í Portúgal
Allt gott að frétta héðan frá Portugal.
Ég skrapp í kvöld til Alvor sem er eða réttara sagt VAR friðsæll fiskimannabær en í dag er búið að eyðileggja hann ásamt svo mörgum öðrum slíkum stöðum í Algarve með byggingu hótela og afþreyingariðnaðar fyrir túrista. Fiskimennirnir eiga þó enn smá athvarf við höfnina í þessum bæ sem er reyndar ekki við sjóinn heldur á sem rennur þar í gegn og á haf út.
Á daginn má oft sjá gamla fiskimenn ditta að netum og gildrum sem mikið eru notaðar hér um slóðir. Á kvöldin grilla þeir ásamt fjölskyldu sinni fisk og annað góðgæti úr sjónum við verbúðir sínar sötra bjór og segja sögur af sjónum. En semsagt þessar myndir tók ég í kvöld á nýja Cannon 550D sem ég var að festa kaup á ásamt linsum.
Sendi þér meira síðar þegar ég sé eitthvað áhugavert.
Sólarkveðjur frá Portugal.
Svafar Gestsson
Rio Alacon
Nótin á Rio Alacon
IMG höfnin í Alvor
Krabbagildrur
Prammi
Prammi
Senhor Jesus 
Verbúðir
Verbúðir © myndir Svafar Gestsson, í Portúgal 2. júlí 2010
