01.07.2010 22:45
Eskja kaupir Hafdísi GK 118 og fiskverkun í Hafnarfirði

2400. Hafdís GK 118, við bryggju í Sandgerði
Samkvæmt heimildum mínum hefur Eskja hf., á Eskifirði keypt Hafdísi GK 118, af Völusteini hf., í Bolungarvík, svo og fiskverkun fyrirtæksins í Hafnarfirði, en hvorutveggja var áður í eigu Festis. Samkvæmt sömu heimildum mun Eskja setja góðan kvóta á Hafdísi.

2400. Hafdís GK 118, siglir út úr Sandgerði í mars sl. © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
